Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 21:16 Dr. Tedros, forstjóri WHO, varði stofnunina fyrir gagnrýni Bandaríkjastjórnar á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17