Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 21:16 Dr. Tedros, forstjóri WHO, varði stofnunina fyrir gagnrýni Bandaríkjastjórnar á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. WHO lýsti yfir alþjóðlegu heilbrigðisneyðarástandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem hafði komið upp í Kína 30. janúar. Þá höfðu aðeins 82 smit greinst utan Kína og enginn látist. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, kom stofnuninni og viðbrögðum hennar til varnar á blaðamannafundi í dag og sagði hana ekki hafa sóað neinum tíma. Ríki heims hafi fengið nægan tíma til að bregðast við yfirvofandi faraldri. .@WHO Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus gave a robust defence of his and the WHO s timely actions in declaring the new coronavirus an international emergency at the end of January https://t.co/wC8qTwQh9z https://t.co/bxwLCdDiia— Reuters (@Reuters) May 1, 2020 Trump Bandaríkjaforseti lét stöðva fjárframlög Bandaríkjastjórnar til WHO í tvo mánuði. Hann hefur sakaða stofnunina um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing og að hafa ekki varað önnur ríki við nógu hratt. Gagnrýnendur Trump segja að hann reyni að dreifa athyglinni frá seinum og lélegum viðbrögðum eigin ríkisstjórnar með því að ráðast á WHO. Auk þess að stöðva fjárveitingar til WHO eru Trump og ráðgjafar hans sagði grafa undan stofnunni á bak við tjöldin. Trump hefur ennfremur kynt undir samsæriskenningar um að veiran hafi verið framleitt á tilraunastofu í Kína, þvert á álit bandarísku leyniþjónustunnar. Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir stofnunina hafa heyrt ítrekað frá fjölda vísindamanna sem hafa rannsakað genamengi veirunnar sem fullvissi hana um að veiran eigi sér náttúrulegan uppruna.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Skipar leyniþjónustum að rannsaka meinta yfirhylmingu Kína og WHO Hvíta húsið hefur skipað leyniþjónustum Bandaríkjanna að rannsaka hvort Kommúnistaflokkur Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi hylmt yfir uppruna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 29. apríl 2020 12:45
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17