Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Sex af sjö ábatasömustu klúbbum og hótelum Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins á undanförnum dögum. Forsetinn hefur síðan þá byrjað að ýja að því að slakað verði á samfélagslegum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. 24.3.2020 12:57
Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. 24.3.2020 10:44
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24.3.2020 08:50
Rannsaka hvort „flautubarinn“ hafi falið tilfelli Yfirvöld í Austurríki rannsaka nú hvort að eigendur vinsæls bars í skíðabænum Ischgl hafi haldið kórónuveirusmiti starfsmanns þar leyndu. Fjöldi Íslendinga er á meðal hundruð manna sem hafa greinst með veiruna og rakið hefur verið til bæjarins. 23.3.2020 16:37
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23.3.2020 15:48
Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag. 23.3.2020 13:57
Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. 23.3.2020 11:47
Ný smit ekki verið færri frá því faraldurinn toppaði í Suður-Kóreu Tilkynnt var um 63 ný kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn í Suður-Kóreu í dag og hafa tilfellin ekki verið færri frá því að faraldurinn náði hámarki sínu þar fyrir um fjórum vikum. Þarlend heilbrigðisyfirvöld vara þó við því að ærið verk sé enn fyrir höndum í glímunni gegn honum. 23.3.2020 10:46
Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar Samfélagsmiðlafærslur með röngum fullyrðingum um að dýralíf blómstri vegna minni umsvifa manna í kórónuveirufaraldrinum hafa farið á mikið flug undanfarna daga. 20.3.2020 23:28
Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður flokksins eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. 20.3.2020 21:12