Fundu fjöldagrafir með fleiri en sex þúsund líkum Föt, gleraugu og talnabönd hafa verið notuð til að bera kennsl á einhver þeirra þúsunda líka sem fundust í Búrúndí. 15.2.2020 14:13
Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Michael Avenatti reyndi að kúga milljarða króna út úr Nike. Hann talaði áður máli klámmyndaleikkonunnar sem segist hafa haldið við Trump forseta. 15.2.2020 13:05
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15.2.2020 12:30
Allt að þrjátíu metra háar öldur á Norður-Atlantshafi Samgöngur eru þegar farnar úr skorðum á Bretlandseyjum vegna lægðarinnar Dennis sem stefnir þangað. 15.2.2020 11:37
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15.2.2020 11:07
Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15.2.2020 10:09
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15.2.2020 08:55
Slettu blóðrauðri málningu á forsetahöllina til að mótmæla hrottalegu morði Hrottalegt morð á 25 ára gamalli konu hefur vakið mikla reiði í Mexíkó þar sem kyndbundið ofbeldi gegn konum er vaxandi vandamál. Metfjöldi kvenna var myrtur í landinu í fyrra. 15.2.2020 08:01
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15.2.2020 07:45
Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14.2.2020 15:45