Rússar bjóða Hvítrússum betri kjör á olíu gegn innlimun Forseti Hvíta-Rússlands sakar stjórnvöld í Kreml um að vilja innlima landið en á það muni hann aldrei fallast. 14.2.2020 14:01
Sjerpar deila á áform um að hreinsa til á Everest-tindi Nepölsk stjórnvöld ætla að hreinsa um 35 tonn af rusli af Everest og fleiri Himalajafjöllum og nota til þess herinn. Sjerpar telja að frekar ætti að treysta þeim fyrir verkinu. 14.2.2020 13:23
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14.2.2020 12:14
Alræmt glæpagengi réðst inn í dómshús til að frelsa leiðtoga sinn Talið er að um tuttugu þungvopnaðir og einkennisklæddir liðsmenn glæpagengisins MS-13 hafi fellt lögreglumenn og frelsað leiðtoga sinn sem beið dóms vegna fjölda morða. 14.2.2020 11:44
Bandamaður Macron heltist úr lestinni vegna kynlífsmyndbands Flokkur Macron Frakklandsforseta er nú án frambjóðanda í borgarstjórakosningum í París aðeins mánuði fyrir kosningar. 14.2.2020 10:54
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14.2.2020 10:30
Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum. 13.2.2020 16:46
Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Könnun Gallup leiðir í ljós að um níu prósentustigum fleiri telji nú að náttúrulegri þættir, ekki athafnir manna, valdi loftslagsbreytingum, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum þeirra. 13.2.2020 15:57
Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13.2.2020 12:44
Rannsaka tengsl forstjóra Barclays við Jeffrey Epstein Breska fjármálaeftirlitið er sagt rannsaka hvort forstjóri Barclays hafi sagt allan sannleikann um samand hans við bandaríska fjármálamanninn sem var sakaður um mansal og kynferðisofbeldi. 13.2.2020 12:01