Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur sumar hug­myndirnar frá­leitar og drama á IceGuys

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Tíðindi við stjórnar­myndun og nýliðakynning á Al­þingi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að skrifa stjórnarsáttmála eftir helgi. Þær segja lítinn ágreining á milli flokkanna og standa vonir til að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Við förum yfir tíðindi í stjórnarmyndunarviðræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Rík á­stæða til að kvíða næstu mánuðum

Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni.

Út­tekt á merki­legu orð­færi Ingu Sæ­land

„Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana.

Stærstu og um­deildustu sigrar ársins

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Vill að Seðla­bankinn boði til auka­fundar og flýti stýrivaxtalækkun

Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað.

Móðir grípur til ör­þrifa­ráða og bóndi hafnar er­lendum fjár­festum

Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjá meira