fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS í lokafluginu yfir Íslandi

SAS-þotan Astrid Viking, af gerðinni Airbus A340, lagði upp frá Kaupmannahöfn í morgun áleiðis til Tucson í Arizona þar sem hennar bíður stæði í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni. Flug þotunnar er sögulegt því þar með lýkur rekstri skandinavíska flugfélagsins á fjögurra hreyfla farþegaþotum.

Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi

Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi.

Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð.

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin

Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna

Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa.

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði

Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Íhaldið hefur alltaf verið mjög sterkt hérna,“ segir Eiríkur og rifjar upp að vinstri menn og óháðir hafi þó tvisvar náð meirihluta.

Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði

Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni.

Sjá meira