Hamfarir Skaftárelda rifjaðar upp í þætti um Meðalland Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 12:49 Lilja Magnúsdóttir við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Fyrir aftan má sjá hvar hraunið stöðvaðist árið 1783. Einar Árnason Nærri 240 árum eftir Skaftárelda tala Skaftfellingar enn um „fyrir eld“ og „eftir eld“, svo víðtæk áhrif hafði eldgosið hrikalega úr Lakagígum á Eldsveitirnar, svæðið milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33
Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10
Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08