Hamfarir Skaftárelda rifjaðar upp í þætti um Meðalland Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 12:49 Lilja Magnúsdóttir við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Fyrir aftan má sjá hvar hraunið stöðvaðist árið 1783. Einar Árnason Nærri 240 árum eftir Skaftárelda tala Skaftfellingar enn um „fyrir eld“ og „eftir eld“, svo víðtæk áhrif hafði eldgosið hrikalega úr Lakagígum á Eldsveitirnar, svæðið milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33
Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10
Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08