fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breikkun Reykja­nes­brautar fer um svæði á náttúru­minja­skrá

Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður.

Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið

Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla.

50 ár frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum

Fimmtíu ár eru í dag liðin frá flugslysinu á Mykinesi í Færeyjum þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands rakst á hæsta hluta eyjunnar í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust, einn Íslendingur og sjö Færeyingar.

Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum

Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum

Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins.

Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman

Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur.

Úlfaveiðar leyfðar á ný á Grænlandi

Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á úlfum á ný eftir 32 ára veiðibann. Veiðarnar verða þó háðar ströngum takmörkunum og aðeins leyfðar veiðimönnum sem búa á svæðum þar sem úlfarnir halda sig.

Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú

Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði.

Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis

Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu íbúarnir tungumál sem líktist íslensku.

Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi

Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu.

Sjá meira