Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2021 22:00 Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum Qaqortoq-flugvelli. Kalaallit Airports Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. Sú breyting er gerð frá útboðinu í fyrra að samhliða útboði flugbrautarinnar er einnig boðin út smíði flugvallabygginga, þar á meðal flugstöðvar og flugturns. Verktakar geta valið um hvort þeir bjóði aðeins í annan hlutann eða allan pakkann. Með þessu fyrirkomulagi vonast yfirvöld til að fá tilboð sem rúmist innan heildarfjárhagsáætlunar, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Tilboðsfrestur rennur út í marsmánuði. Gert er ráð fyrir veglegri 4.300 fermetra flugstöð.Kalaallit Airports Skoðað var í haust að hafa styttri flugbraut og minni byggingar en niðurstaðan er að engar breytingar verða á umfangi verksins. Áfram verður miðað við 1.500 metra langa flugbraut, sem hægt verði að lengja í 1.800 metra, og 4.300 fermetra flugstöð, nærri þrefalt stærri en áformað er að reisa á Reykjavíkurflugvelli. Flugvallagerðin í Qaqortoq verður þriðja risaframkvæmdin í heildaruppbyggingu flugvallakerfis Grænlands, mestu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Byrjað var haustið 2019 á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar í Nuuk og í ársbyrjun 2020 var hafist handa við gerð 2.200 metra flugbrautar í Ilulissat við Diskó-flóa. Fylgjast má með framkvæmdum í Nuuk á vefmyndavélum Kalaallit Airports. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en Qaqortoq fær 1.500 metra braut, með möguleika á lengingu síðar í 1.800 metra.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Flugvellinum í Qaqortoq er ætlað að taka við hlutverki vallarins í Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Staðsetning Narsarsuaq-vallar þykir óhentug gagnvart helstu byggðum landshlutans en þaðan er tveggja tíma sigling á áætlunarbát til Qaqortoq. Nýi flugvöllurinn verður hins vegar aðeins sex kílómetra utan við Qaqortoq-bæ og verður bílvegur á milli. Framkvæmdirnar snerta flugrekstur Íslendinga sem lengi hafa sinnt áætlunarflugi til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þannig eru flugvellirnir í Nuuk, Ilulissat og Narsarsuaq í hópi fimm áfangastaða Air Iceland Connect á Grænlandi. Núverandi brautir í Nuuk og Ilulissat eru báðar mjög stuttar, um 900 metra langar, og takmarka því flug þangað við litlar vélar sem ráða við stuttar brautir. Stöð 2 fjallaði um fyrra Qaqortoq-útboðið í frétt í febrúar í fyrra en þar mátti sjá tölvugert myndband af aðflugi að fyrirhuguðum flugvelli: Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, er verkefnastjóri Kalaallit Airports með flugvallagerðinni. Hér má sjá viðtal við hann um verkefnið: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sú breyting er gerð frá útboðinu í fyrra að samhliða útboði flugbrautarinnar er einnig boðin út smíði flugvallabygginga, þar á meðal flugstöðvar og flugturns. Verktakar geta valið um hvort þeir bjóði aðeins í annan hlutann eða allan pakkann. Með þessu fyrirkomulagi vonast yfirvöld til að fá tilboð sem rúmist innan heildarfjárhagsáætlunar, að því er fram kemur í frétt Sermitsiaq. Tilboðsfrestur rennur út í marsmánuði. Gert er ráð fyrir veglegri 4.300 fermetra flugstöð.Kalaallit Airports Skoðað var í haust að hafa styttri flugbraut og minni byggingar en niðurstaðan er að engar breytingar verða á umfangi verksins. Áfram verður miðað við 1.500 metra langa flugbraut, sem hægt verði að lengja í 1.800 metra, og 4.300 fermetra flugstöð, nærri þrefalt stærri en áformað er að reisa á Reykjavíkurflugvelli. Flugvallagerðin í Qaqortoq verður þriðja risaframkvæmdin í heildaruppbyggingu flugvallakerfis Grænlands, mestu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Byrjað var haustið 2019 á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar í Nuuk og í ársbyrjun 2020 var hafist handa við gerð 2.200 metra flugbrautar í Ilulissat við Diskó-flóa. Fylgjast má með framkvæmdum í Nuuk á vefmyndavélum Kalaallit Airports. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en Qaqortoq fær 1.500 metra braut, með möguleika á lengingu síðar í 1.800 metra.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Flugvellinum í Qaqortoq er ætlað að taka við hlutverki vallarins í Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Staðsetning Narsarsuaq-vallar þykir óhentug gagnvart helstu byggðum landshlutans en þaðan er tveggja tíma sigling á áætlunarbát til Qaqortoq. Nýi flugvöllurinn verður hins vegar aðeins sex kílómetra utan við Qaqortoq-bæ og verður bílvegur á milli. Framkvæmdirnar snerta flugrekstur Íslendinga sem lengi hafa sinnt áætlunarflugi til þessa næsta nágrannalands Íslands. Þannig eru flugvellirnir í Nuuk, Ilulissat og Narsarsuaq í hópi fimm áfangastaða Air Iceland Connect á Grænlandi. Núverandi brautir í Nuuk og Ilulissat eru báðar mjög stuttar, um 900 metra langar, og takmarka því flug þangað við litlar vélar sem ráða við stuttar brautir. Stöð 2 fjallaði um fyrra Qaqortoq-útboðið í frétt í febrúar í fyrra en þar mátti sjá tölvugert myndband af aðflugi að fyrirhuguðum flugvelli: Íslenskur verkfræðingur, Erlingur Jens Leifsson, er verkefnastjóri Kalaallit Airports með flugvallagerðinni. Hér má sjá viðtal við hann um verkefnið:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Icelandair Tengdar fréttir Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40