Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði. 8.7.2020 21:59
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7.7.2020 21:06
Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. 6.7.2020 22:47
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2.7.2020 23:09
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1.7.2020 23:35
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. 1.7.2020 23:04
Flugprófanir í þessari viku eitt stærsta skrefið í endurkomu 737 MAX-vélanna Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair. 30.6.2020 22:54
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30.6.2020 20:52
Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. 30.6.2020 14:20
Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29.6.2020 22:34