fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar

Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin

„Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu.

Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið

Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni.

Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku

„Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti.

Sjá meira