Sáu stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2023 18:44 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var í dag við loðnuleit djúpt úti fyrir Norðurlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar hefur fundið stórar loðnutorfur við Kolbeinseyjarhrygg. Þetta er það mesta sem sést hefur af loðnu til þessa í sérstökum aukaleitarleiðangri skipsins, sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. „Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Já, það var líflegt hjá okkur í gær og í nótt þar sem við sáum allnokkuð af ágætum torfum rétt austan við Kolbeinseyjarhrygginn. Þetta er það mesta sem við höfum séð hingað til í þessari yfirferð okkar,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu í dag en hann er leiðangursstjóri um borð. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Skipið hefur í dag haldið áfram að leita loðnu norður af Kolbeinsey og var undir kvöld á siglingu til vesturs yfir Kolbeinseyjarhrygg. Hér má sé feril skipsins í rauntíma. „Það verður áhugavert að sjá hvað við sjáum síðan vestan við hrygginn í framhaldinu,“ sagði Birkir. Leitarferill Árna Friðrikssonar síðustu sjö daga en skjáskotið var tekið á sjöunda tímanum í kvöld.Hafrannsóknastofnun Vegna takmarkaðs loðnukvóta hafa útgerðir íslensku uppsjávarskipanna haldið að sér höndum með að hefja loðnuveiðar. Þess í stað hafa skipin verið send á kolmunnaveiðar milli Færeyja og Skotlands. Allir bíða spenntir eftir nýrri mælingu Hafrannsóknastofnunar á stærð loðnustofnsins. Stofnunin hyggst nýta yfirstandandi leiðangur til að meta hvenær heppilegast sé að hefja hefðbundinn stofnmælingaleiðangur loðnunnar. Þá mun hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, bætast við. „Það hefur ekki verið ákveðið hvenær Bjarni Sæmundsson fer af stað. En ég á allavega ekki von á því að það verði fyrir helgi,“ sagði Birkir í dag.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Kolbeinsey Tengdar fréttir Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00 Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36 Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Grænlensk skip landa loðnu meðan íslenski flotinn bíður Tveir grænlenskir togarar, Tasiilaq og Polar Ammasak, lönduðu loðnu í íslenskum höfnum í gær. Loðnan veiddist úti af Norðausturlandi úr kvóta Grænlendinga innan íslensku lögsögunnar. 17. janúar 2023 12:00
Hafrannsóknaskip í loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi Áhöfn hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er búin að finna loðnu úti af Vopnafirði og Langanesi. Skipið heldur áfram loðnuleit næstu daga vestur með Norðurlandi í sérstökum aukaleitarleiðangri sem hófst síðastliðinn miðvikudag en byrjað var á því að leita undan sunnanverðum Austfjörðum. 16. janúar 2023 12:36
Langar að hefja loðnuvertíð en sigla til kolmunnaveiða Ekkert af íslensku loðnuskipunum virðist ætla til loðnuveiða núna í byrjun ársins. Uppsjávarflotanum virðist öllum stefnt til kolmunnaveiða norðan Skotlands. 3. janúar 2023 22:30