Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2023 18:08 Frystiskipið Silver Copenhagen. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation telja nokkuð víst að það flytji íslenska hvalkjötið. Fjord Shipping Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins: Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Í frétt á heimasíðu samtakanna í gær, um uppsetningu hvalkjötssjálfsala í Tókýó og fleiri borgum, kemur fram að um þrjúþúsund tonn af kjöti á leið til Japans sigli núna framhjá austur Afríku eftir að hafa verið flutt með leynd frá Íslandi um jólin. Ætlunin sé að flytja árlega langreyðarkjöt sem slátrað sé á Íslandi með samningi sem gæti mögulega haldið hnignandi hvalveiðum við Ísland gangandi. „Samkvæmt rannsóknum okkar er skipið sem flytur kjötið næstum örugglega „Silver Copenhagen“, sem núna er leið til Singapore,“ segir Astrid Fuchs í pósti til fréttastofu en hún stýrir stefnumótun samtakanna. Samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic er Silver Copenhagen núna við eyjuna Mauritius á leið yfir Indlandshaf með stefnu á Singapore. Græna línan táknar áætlaða siglingaleið.Marine Traffic Hún vísar til siglingasíðunnar Marinetraffic. Þar má sjá að norska skipið Silver Copenhagen er núna á siglingu á Indlandshafi sunnan við eyjuna Mauritius með Singapore sem næsta áfangastað. Skipið fór nýlega framhjá eyjunni Madagascar eftir að hafa siglt fyrir Góðrarvonarhöfða skammt frá Höfðaborg í Suður-Afríku. Frystiskipið Silver Copenhagen er í eigu skipafélagsins Fjord Shipping sem er með höfuðstöðvar í Måløy á vesturströnd Noregs. Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu dögum kom fram að flutningaskip hafi lestað hvalkjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Leið skipsins virðist því hafa legið suður Atlantshaf og niður með ströndum Afríku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um útflutning hvalkjötsins:
Hvalveiðar Japan Umhverfismál Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42
Fornir fjendur Hvals fylgjast grannt með hvalveiðunum Liðsmenn Bretlandsdeildar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd fylgjast afar náið með hvalveiðum Hvals og hvalskurðinum í Hvalfirði. Sýnt er beint frá hvalskurðinum á Facebook-síðu samtakanna. 1. júlí 2022 16:56
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42