Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvartað undan há­vaða vegna snjómoksturs

Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt.

Trump með öruggan sigur í New Hamps­hire

Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári.

Sjúkra­þjálfarar geti metið sjálfir hve­nær fólk þurfi að koma

Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju.

Björn ekki á leið í forsetaframboð

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segist ekki á leið aftur til Íslands eða í forsetaframboð. Greint var frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri spítalans en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2019.

Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt

Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk.

Ró­leg nótt hjá lög­reglu

Nóttin var róleg hjá lögreglunni samkvæmt dagbók lögreglu. Alls voru 29 mál skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til klukkan fimm í nótt.

Kafa betur ofan í á­föll kvenna og úr­vinnslu þeirra

Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar.

Sjá meira