Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. 19.1.2024 11:15
Þakkar fyrir sig með kveðjupartý í Borgarleikhúsinu Dagur B. Eggertsson heldur kveðjupartý í Borgarleikhúsinu á laugardag. Mörg hundruð manns eru búin að svara boðinu á Facebook. Dagur greiðir sjálfur fyrir veisluna og fær engan afslátt af leigu á leikhúsinu. 19.1.2024 09:00
Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. 19.1.2024 08:27
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18.1.2024 17:46
Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. 18.1.2024 11:00
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18.1.2024 08:35
Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. 17.1.2024 15:02
Umsókn palestínsku drengjanna tekin til efnismeðferðar Palestínsku drengirnir og frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára hafa nú fengið það staðfest að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Sú meðferð getur tekið marga mánuði. 17.1.2024 13:10
Færeyingar safna fyrir Grindvíkinga Rauði krossinn í Færeyjum hefur hafið söfnun fyrir þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af eldgosinu í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi segir þau hafa haft samband og viljað aðstoða. Söfnun íslenska Rauða krossins gengur mjög vel. 17.1.2024 10:26
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17.1.2024 09:03