Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fá 82 þúsund fyrir að vinna frá átta til 23

Reykjavíkurborg leitar nú að fólki til að taka að sér setu í undirkjörstjórnum við forsetakosningarnar sem fram fara 1. júní. Vaktin hefst klukkan átta og lýkur í fyrsta lagi klukkan 23 en kjörstöðum er lokað klukkan 22. Launin eru 82 þúsund krónur fyrir skatt.

Pétur Markan næsti bæjar­stjóri Hvera­gerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag. 

Jarð­skjálfta­hrina í Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni.

Minnast þeirra sem hafa látist úr fíkni­sjúk­dómi

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) standa fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni síðdegis í dag til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir fíknisjúkdómi. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, ein stofnenda samtakanna, segir viðburðinn opinn og hefjast klukkan 17.

Brutust inn í peninga­flutninga­bíl og stálu milljónum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið.

Reyndu að stela hrað­banka með því að aka lyftara á hann

Lyftara var ekið á hraðbanka á Völlunum í Hafnarfirði í nótt í tilraun til að stela honum. Um er að ræða aðra tilraunina til að stela hraðbanka með vinnuvél á stuttum tíma. Sú fyrri var gerð í Breiðholti aðfaranótt laugardagsins. 

Öryggis­ráð SÞ sam­þykkir á­lyktun um vopna­hlé á Gasa

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna.

Sjá meira