Illviðri miðað við árstíma Næstu daga er útlit fyrir óvenjulegt illviðri miðað við árstíma. Gul viðvörun er í gildi þar til á miðnætti 5. júní miðvikudag. Hvatt er til þess að huga að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geti verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. 2.6.2024 08:07
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31.5.2024 15:05
Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. 31.5.2024 11:48
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31.5.2024 10:42
Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. 31.5.2024 10:06
Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. 31.5.2024 08:26
Samfelld rigning á Suðvesturlandi en þurrt á Vestfjörðum Í dag verður suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og hvassast norðvestan til. Þá verður nokkuð samfelld rigning og súld suðvestanlands, en rigning öðru hverju fyrir norðan og austan. Á Vestfjörðum verður þó líklega alveg þurrt. 31.5.2024 07:29
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31.5.2024 07:08
Skrifuðu bók um Sólrúnu Öldu og brunann í Mávahlíð Nemendur í 6. bekk Varmárskóla afhentu í gær Sólrúnu Öldu Waldorff bók sem þeir sömdu um batagöngu hennar síðan hún slasaðist alvarlega í eldsvoða fyrir nokkrum árum. Fram kemur í tilkynningu um bókina að Sólrún Alda hafi heimsótt skólann fyrr í vetur og sagt nemendum sögu sína. Heimsóknin hafi verið liður í verkefni um eldvarnir. 30.5.2024 14:14
Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina. 30.5.2024 13:45