Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu. 13.10.2023 18:26
Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13.10.2023 17:49
„Þú getur verið feimin og á sama tíma fær um öfgafyllstu tegundir tjáningar“ Hin franska Isabelle Huppert, stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á Riff í ár. Huppert segir leik sinn byggjast á innsæi og eðlishvöt. Hún er áhugasöm um íslenska kvikmyndagerð og er spennt fyrir því að vinna með íslenskum leikstjóra. 6.10.2023 07:00
Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. 3.10.2023 09:00
Fór í fornfræði og guðfræði en gat ekki flúið örlögin Sigurður Ingvarsson stefndi á fræðimennsku eftir menntaskóla en gat ekki flúið þau örlög að verða leikari. Hann leikur í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, og stígur á svið í rokksöngleiknum Eitraðri lítilli pillu eftir áramót. Í vor fór hann á sjó eftir mönun tengdaföður síns og segir það hafa verið ólýsanlega erfitt. 1.10.2023 08:00
Íslensk frumraun og Cannes-verðlaunahafi keppa um Gullna lundann Níu myndir keppa um Gullna lundan, aðalverðlaun RIFF, í ár. Meðal þátttakenda eru sigurvegarar á Cannes og Locarno en einnig er þar að finna fyrstu mynd íslenska leikstjórans Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd. 24.9.2023 07:02
Nýkomin með leiðsöguhund og á leið í formannsslag Það er skammt stórra högga á milli hjá Rósu Maríu Hjörvar, bókmenntafræðingi og varaformanni Blindrafélagsins. Hún fékk nýlega leiðsöguhund í fyrsta skipti og er í framboði til formanns Öryrkjabandalags Íslands. 24.9.2023 00:19
Læknar sinntu hálsbrotinni risaeðlu og fótbrotnum Sonic Fjórar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu, sem breytt hafði verið í bangsaspítala, önnuðu vart eftirspurn í dag þegar þangað streymdu misslasaðir bangsar og áhyggjufullir eigendur þeirra 23.9.2023 23:08
Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. 23.9.2023 22:25
Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. 23.9.2023 21:34