Líður eins og hún hafi verið notuð af Háskóla Íslands Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans. 16.9.2023 20:58
Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. 16.9.2023 19:45
Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. 16.9.2023 18:29
Marlena Radziszewska er sigurvegari Bakgarðshlaupsins árið 2023 Marlena Radziszewska er sigurvegari Bakgarðshlaupsins árið 2023 eftir að hafa hlaupið 38 hringi eða um 254,6 kílómetra. 16.9.2023 08:01
Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. 28.8.2023 06:11
Schofield sagður stefna á endurkomu á skjáinn og útgáfu ævisögu Phillip Schofield, sem hætti hjá ITV í maí eftir skandal sem tengdist sambandi hans við yngri samstarfsmann, virðist ætla að endurreisa feril sinn með útgáfu ævisögu og endurkomu á sjónvarpsskjáinn á TalkTV. 26.8.2023 23:47
Fjórir látnir eftir skotárás í Flórída Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina. 26.8.2023 23:02
Einn látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir. 26.8.2023 21:24
Vísar gagnrýni á bug Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. 26.8.2023 21:13
Umfangsmikil lögregluaðgerð vegna skotárásar í Kristjaníu Lögreglan í Kaupmannahöfn stendur í umfangsmiklum aðgerðum í Kristjaníu vegna skotárásar sem átti sér stað þar klukkan 19:25 að staðartíma. Lögreglan segir að fólk hafi lent í skothríðinni en gefur ekki upp fjölda særðra. 26.8.2023 19:33