Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Starfaði ekki með börnum innan Sam­takanna ’78

Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra.

Kveikti í sér til að mót­mæla of­ríki kvik­myndarisa

Áhættuleikarinn Mike Massa kveikti í sér á fjöldafundi SAG-AFTRA, verkalýðsfélagi starfsfólks í bandarísku sjónvarpi og útvarpi, til að mótmæla ofríki kvikmyndastúdíóa. Umfangsmestu verkföll í Hollywood í áratugi standa nú yfir.

Hélt fram ára­tuga yfir­­hylmingu á fljúgandi furðu­hlutum á þinginu

Fyrrverandi starfsmaður hjá leyniþjónustu bandaríska flughersins hélt því fram á þinginu í gær að Bandaríkin hefðu haldið leyndu áratugalöngu verkefni sem snerist um að hafa upp á fljúgandi furðuhlutum til að endurgera þá. Pentagon segir ekkert renna stoðum undir yfirlýsingar mannsins.

Bjart og hlýtt sumar­veður víða í dag

Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, skýjað að mestu en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Það verður gott útivistarveður um helgina og fram í næstu viku, úrkomulítið og líkur á sólarglennum í flestum landshlutum.

Herinn í Níger segist hafa tekið völdin

Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra.

Til­kynnt um sófa á miðjum Vestur­lands­vegi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um stolna bíla í gærkvöldi. Þá var henni tilkynnt um slagsmál í miðborginni og mann í Hlíðahverfi sem reyndi að espa aðra upp til slagsmála. Óvæntur sófi birtist á Vesturlandsvegi.

Öku­menn beri ábyrgðina

Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri.

Lægð veldur all­hvössum austan­vindi

Lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst á landinu en það verður hægari vindur annars staðar. Skýjað að mestu en þokuloft við norður- og austurströndina, skúrir inn til landsins og rigning með köflum suðaustanlands.

Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar.

Sjá meira