Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lendingar vilja „fagna þessu öllu saman“

Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins.

Faðm­lög og gleði­tár í Leifs­stöð eftir fimm ára að­skilnað

Gleðitár trítluðu niður kinnar þegar fjölskyldufaðir frá Gasa tók á móti eiginkonu sinni og þremur sonum í komusal Keflavíkurflugvallar í dag eftir rúmlega fimm ára aðskilnað. Móðirin segist aldrei á sinni ævi hafa fundið jafn góða tilfinningu og þegar hún fékk í dag faðma eiginmann sinn.

Segir fram­ferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Stoltur af starfs­fólki og í­búum Suður­nesja eftir strembna nótt

Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið.

Önnur fjöl­skylda komin yfir landa­mærin og Sema og Sig­rún á leiðinni út

Önnur fjölskylda sem hefur dvalarleyfi á Íslandi er komin yfir landamæri Rafah. Íslenskar konur hafa nú milligöngu um að fjölskyldan komist alla leið til Íslands með hjálp Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar. Tvær íslenskar konur eru á leiðinni út til Egyptalands til að aðstoða dvalarleyfihafa.

Segir ljóst að stjórn­völd skorti pólitískan vilja til að hjálpa

Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið.

Bregðast við sögu­legu á­lagi á björgunar­sveitir

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár.

Sjá meira