Innlent

Verður ekki krafin um endur­greiðslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki.
Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki. Vísir/Einar

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 

Þetta kemur fram í áliti sérfræðinga, sem ráðuneytið aflaði og verður birt klukkan eitt á vef stjornarráðsins. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. 

„Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnafundi rétt fyrir hádegi. 

„Það er hins vegar mat þessara sérfræðinga að forsendur fyrir endurgreiðslukröfu séu ekki fyrir hendi og ástæðan er sú að það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi, að ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningarskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti af framkvæmd laganna að þetta atriði skipti ekki máli.“


Tengdar fréttir

Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar

Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×