Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:21 Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, finnst illa vegið að borgarstjóra og ekki síst þeim konum í Framsókn sem höfðu aðkomu að ákvörðun um meirihlutaslit. Vísir/Einar Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
„Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58
Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30