fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Fóru ekki eftir til­lögum fyrr­verandi yfir­læknis um brjósta­skimun

Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar.

Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú

Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk.

Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir

Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun.

Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum

Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi.

Sjá meira