„Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6.1.2021 17:35
Doktorsnemar nái ekki endum saman og andleg heilsa þeirra slæm Andleg heilsa doktorsnema er oft á tíðum mjög slæm að sögn formanns félags doktorsnema. Þeir eigi erfitt með að ná endum saman og þurfi því að vinna mikið með náminu þrátt fyrir að doktorsnám sé skilgreint sem full vinna. 5.1.2021 22:02
Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi. 4.1.2021 21:01
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni. Við ræðum við Rögnvald Ólafsson, yfirlögregluþjón í fréttum okkar klukkan hálf sjö. 1.1.2021 18:15
Kári varð „svolítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu „Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt. 1.1.2021 15:59
Lena dreif sig í heiminn til að vera fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins hefur verið nefnd Lena. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt. 1.1.2021 14:25
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Í hádegisfréttatíma Bylgjunnar ræðum við við Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttökunni. 1.1.2021 11:43
Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni. 1.1.2021 10:14
Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. 31.12.2020 12:21
Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28.12.2020 11:35