Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. janúar 2021 21:01 Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi. Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira