Fréttatía vikunnar: Vindmyllur, tannlæknar og fegurðardrottningar Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 17.8.2024 07:01
Dóttir Snæfríðar og Högna komin með nafn Dóttir listaparsins Högna Egilssonar og Snæfríðar Ingvarsdóttur var skírð við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík 14. ágúst síðastliðinn. Stúlkunni var gefið nafnið Ísey Andrá. 16.8.2024 15:47
Búið spil Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman. Þau voru trúlofuð og búin að vera saman í rúm sjö ár en hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina. 16.8.2024 15:43
Margverðlaunaður garður með sólskini allan daginn Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag. 16.8.2024 14:45
Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. 16.8.2024 07:00
Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. 15.8.2024 20:01
Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15.8.2024 14:59
Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15.8.2024 11:23
Ungfrú Ísland: Svona svöruðu stúlkurnar lokaspurningunni Ábyrgð áhrifavalda, einelti á netinu og andleg líðan eftir heimsfaraldur er meðal þess sem efstu fimm dömurnar í Ungfrú Ísland voru spurðar út í í lokaspurningunni í keppninni sem fram fór í Gamla bíó í gærkvöldi. 15.8.2024 09:54
Benni þjálfari fann ástina hjá Jónbjörgu Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson og markaðssérfræðingurinn Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir eru nýjasta par landsins. Parið sviptir hulunni af sambandinu á samfélagsmiðlum. 14.8.2024 16:53