Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli.

Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu

Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu.

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Tyrkir hefna fyrir hryðjuverkaárás með loftárásum

Tyrkir hafa hafið banvænar loftárásir yfir borgir í sjálfstjórnarhéröðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands og Írak. Tyrkir segja árásunum beint er að hersveitum Kúrda sem þeir segja að beri ábyrgð á hryðjuverkaárás sem gerð varí Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, í síðustu viku. 

Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum

Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins.

Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn

Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn.

Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg

Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 

Sjá meira