Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fann að ég var með góðan meiri­hluta á lands­fundinum allan tímann“

Bjarni Benediktsson, sem var rétt í þessu endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fundið fyrir því allan tímann á landsfundinum, að hann hefði góðan meirihluta. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu og vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða.

Bjarni verður áfram formaður

Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða.

Brotlenti í stærsta vatni Afríku

Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.

Hætt við flughálku á Öxnadalsheiði

Norðaustanlands skapast í dag aðstæður þar sem hætt er við frostrigningu og með flughálku, þegar milt og rakt loft flæðir yfir frostkalt yfirborð. Einkum frá Öxnadalsheiði og austur á Hérað.

Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi

Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. 

Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“

„Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið.

Sjá meira