Erlent

Börn látin eftir íkveikju í Nottingham

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Eldurinn braust út á fyrstu hæð íbúðarhúss í Nottingham.
Eldurinn braust út á fyrstu hæð íbúðarhúss í Nottingham. sky

Morðrannsókn er hafin eftir að tvö börn létust bruna í Nottingham í Bretlandi, sem talinn er hafa verið kveiktur af ásetningi.

Sky news greinir frá því að slökkvilið hafi fengið ábendingu um eld í húsi í Clifton, hverfi suður af Nottingham í Bretlandi.

Börnin, þriggja og eins árs stúlkur, voru flutt á spítala vegna reykeitrunar og úrskurðuð látin nú síðdegis. Þá var kona einnig stödd inni í húsinu sem brann og er hún sem stendur í lífshættu á spítalanum í Nottingham.

Lögregluyfirvöld hafa, í samráði við slökkvilið, komist að þeirri niðurstöðu að eldur hafi verið kveiktur af ásetningi. Þetta staðfesti Greg McGill, yfirrannsakandi hjá lögreglunni í Notthingham við Sky news.

„Við erum nú að leita að vitnum að brunanum sem sáu eitthvað grunsamlegt. Teymi rannsóknarlögreglumanna vinnur nú að því að komast að því hvað átti sér stað,“ segir McGill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×