Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 13:56 Nour Ahmad leitar nú skjóls í Aþenu, höfuðborg Grikklands eftir að hafa verið vísað úr landi á miðvikudag. Reynslumikill lögfræðingur í málefnum flóttafólks segir alvarlega afturför hafa átt sér stað í málsmeðferð flóttafólks Samsett „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. Samtökin Réttur barna á flótta birta einnig myndband Ahmad í gær, föstudag og fordæma meðferð á ungmennum sem hafa dvalið hér á landi um nokkra hríð. Morgane Priet-Mahéo, hjá samtökunum segir önnur ungmenni sem hafa leitað til samtakanna kvíða fyrir því að þeim verði vísað úr landi um leið og þau verða sjálfráða. Nour Ahmad varð 18 ára fyrir einungis nokkrum vikum síðan. „Ákvörðunin var birt Nour Ahmad þegar lögmaður hans var erlendis. Hann átti því ekki kost á að leita til kærunefndar útlendingamála og var sendur til Grikklands nú í gær. Við fengum myndband sent frá honum þar sem hann situr í almenningsgarði og vantar skjól yfir höfuðið fyrir nóttina,“ segir Morgane. Umrætt myndband: Þaggað niður í hælisleitendum Nour Ahmad kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn. Morgane segist einnig hafa verið í sambandi við fleiri börn sem kvíði fyrir brottvísun frá því að fjöldabrottvísunin fór fram nú í vikunni. Samtökin vinna nú að því að finna Ahmad skjól en Morgane segir það hægara sagt en gert. „Við erum að leita að gestaherbergi í Aþenu og við erum að safna pening fyrir hann núna fyrir mat og öðrum nauðsynjum.“ Þau segja Ahmad hafi komið til landsins sem fylgdarlaust barn og haldið nýlega upp á 18 ára afmæli sitt. Samtökin krefjast úrskýringa frá ríkisstjórn á ákvörðuninni. „Við fordæmum þessa framkvæmd. Þessar brottvísanir virðast hafa pólitísk yfirbragð þar sem flest þeirra voru að bíða eftir svörum í málum sínum, eins og fjölskyldan sem átti að fá dómsmál sitt tekið fyrir eftir tvær vikur. Með því að flýta brottvísuninni sýna stjórnvöld áform sín um að þagga niður í hælisleitendum,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á Facebook. Grafalvarleg afturför Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og starfsmaður þinglokks Samfylkarinnar segir alvarlega afturför hafa átt sér stað í málsmeðferð hælisleitenda. Hún hefur unnið að málefnum flóttafólks um nokkurt skeið. „Í þessu tilfelli er strákurinn tekinn af lögreglu án vitneskju um að það sé búið að synja honum um hæli. Hann vissi ekki af synjuninni þar sem ákvarðanir eru nú aðeins birtar rafrænt fyrir lögmönnum, sem er ný framkvæmd,“ segir Guðríður. Guðríður Lára Þrastardóttir vann áður fyrir Rauða krossinn.Vísir Í tilfelli Ahmad var lögmaður hans í útlöndum þegar ákvörðun um synjun var tekin. Rafræn skilríki þurfti til að opna skjal með ákvörðun. Því tókst ekki að áfrýja máli til að fresta réttaráhrifum innan sjö daga frests. „Við erum enn að reyna að skilja hvað gerðist. Þessi meðferð er alls ekki í lagi og það er eitthvað rangt í þessari málsmeðferð. Þegar svona stuttur frestur er, er auðvitað grafalvarlegt að það sé ekki gengið úr skugga um að viðkomandi hafi fengið vitneskju um synjun. Í venjulegum stjórnsýslumálum er svona frestur um þrír mánuðir en í málum hælisleitenda, sem hafa fengið synjun kærunefndar, aðeins sjö dagar.“ Hún bendir á að samkvæmt reglugerð um útlendinga skuli horfa til ungs aldurs viðkomandi sem náð hefur 18 ára aldri en sannanlega verið fylgdarlaust barn við komu til landsins. „Að mínum dómi þarf að taka sérstakt tillit til þessa, sérstaklega við endurflutning til Grikklands. Það er annað þegar börn eru send til Þýskalands eða Svíþjóðar þar sem við vitum að kerfið mun að einhverju leyti taka utan um þau. Þegar verið er að senda börn til Grikklands er allt annað upp á teningnum,“ segir Guðríður að lokum. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Samtökin Réttur barna á flótta birta einnig myndband Ahmad í gær, föstudag og fordæma meðferð á ungmennum sem hafa dvalið hér á landi um nokkra hríð. Morgane Priet-Mahéo, hjá samtökunum segir önnur ungmenni sem hafa leitað til samtakanna kvíða fyrir því að þeim verði vísað úr landi um leið og þau verða sjálfráða. Nour Ahmad varð 18 ára fyrir einungis nokkrum vikum síðan. „Ákvörðunin var birt Nour Ahmad þegar lögmaður hans var erlendis. Hann átti því ekki kost á að leita til kærunefndar útlendingamála og var sendur til Grikklands nú í gær. Við fengum myndband sent frá honum þar sem hann situr í almenningsgarði og vantar skjól yfir höfuðið fyrir nóttina,“ segir Morgane. Umrætt myndband: Þaggað niður í hælisleitendum Nour Ahmad kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn. Morgane segist einnig hafa verið í sambandi við fleiri börn sem kvíði fyrir brottvísun frá því að fjöldabrottvísunin fór fram nú í vikunni. Samtökin vinna nú að því að finna Ahmad skjól en Morgane segir það hægara sagt en gert. „Við erum að leita að gestaherbergi í Aþenu og við erum að safna pening fyrir hann núna fyrir mat og öðrum nauðsynjum.“ Þau segja Ahmad hafi komið til landsins sem fylgdarlaust barn og haldið nýlega upp á 18 ára afmæli sitt. Samtökin krefjast úrskýringa frá ríkisstjórn á ákvörðuninni. „Við fordæmum þessa framkvæmd. Þessar brottvísanir virðast hafa pólitísk yfirbragð þar sem flest þeirra voru að bíða eftir svörum í málum sínum, eins og fjölskyldan sem átti að fá dómsmál sitt tekið fyrir eftir tvær vikur. Með því að flýta brottvísuninni sýna stjórnvöld áform sín um að þagga niður í hælisleitendum,“ segir í yfirlýsingu samtakanna á Facebook. Grafalvarleg afturför Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og starfsmaður þinglokks Samfylkarinnar segir alvarlega afturför hafa átt sér stað í málsmeðferð hælisleitenda. Hún hefur unnið að málefnum flóttafólks um nokkurt skeið. „Í þessu tilfelli er strákurinn tekinn af lögreglu án vitneskju um að það sé búið að synja honum um hæli. Hann vissi ekki af synjuninni þar sem ákvarðanir eru nú aðeins birtar rafrænt fyrir lögmönnum, sem er ný framkvæmd,“ segir Guðríður. Guðríður Lára Þrastardóttir vann áður fyrir Rauða krossinn.Vísir Í tilfelli Ahmad var lögmaður hans í útlöndum þegar ákvörðun um synjun var tekin. Rafræn skilríki þurfti til að opna skjal með ákvörðun. Því tókst ekki að áfrýja máli til að fresta réttaráhrifum innan sjö daga frests. „Við erum enn að reyna að skilja hvað gerðist. Þessi meðferð er alls ekki í lagi og það er eitthvað rangt í þessari málsmeðferð. Þegar svona stuttur frestur er, er auðvitað grafalvarlegt að það sé ekki gengið úr skugga um að viðkomandi hafi fengið vitneskju um synjun. Í venjulegum stjórnsýslumálum er svona frestur um þrír mánuðir en í málum hælisleitenda, sem hafa fengið synjun kærunefndar, aðeins sjö dagar.“ Hún bendir á að samkvæmt reglugerð um útlendinga skuli horfa til ungs aldurs viðkomandi sem náð hefur 18 ára aldri en sannanlega verið fylgdarlaust barn við komu til landsins. „Að mínum dómi þarf að taka sérstakt tillit til þessa, sérstaklega við endurflutning til Grikklands. Það er annað þegar börn eru send til Þýskalands eða Svíþjóðar þar sem við vitum að kerfið mun að einhverju leyti taka utan um þau. Þegar verið er að senda börn til Grikklands er allt annað upp á teningnum,“ segir Guðríður að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira