„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur. 2.10.2022 23:17
Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2.10.2022 22:28
Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. 29.9.2022 00:21
Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 28.9.2022 23:40
„Sé hina vélina skuggalega nálægt“ „Þetta var alveg mikill skellur,“ segir Evalilja Bjarnadóttir, ein þeirra farþega sem sátu í flugvél Icelandair sem lenti í árekstri á Heathrow fyrr í kvöld. 28.9.2022 22:35
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28.9.2022 21:32
Rekstur Strætó virðist í blóma við fyrstu sýn Þeir fáu sem rýndu í ársreikning Strætó fyrir rekstrarárið 2021 hafa líklega rekið upp stór augu þegar kom að því að lesa graf um skuldir og eigið fé Strætó. Við fyrstu sýn virðist nefnilega eins og að reksturinn sé í miklum blóma en eins og kunnugt er hefur rekstur byggðasamlagsins Strætó verið heldur strembinn síðustu ár. Doktorsnemi í tölfræði vakti athygli á grafinu í dag en segir ekki víst að línuritin séu misvísandi af ásettu ráði. 28.9.2022 18:34
Rúmlega tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Mikil ólga er í Rússlandi í kjölfar herkvaðningar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið handtekin víðs vegar í Rússlandi síðan mótmæli hófust gegn ákvörðun forsetans um umfangsmikla herkvaðningu. 25.9.2022 15:12
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25.9.2022 13:48
Vilhjálmur sá þriðji sem ætlar í ritaraembættið Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Hann er sá þriðji sem tilkynnir um framboð. Hann segist vilja efla Sjálfstæðisflokkinn um allt land og gefa rödd grasrótarinnar aukið vægi meðal forystu flokksins. 25.9.2022 13:06