Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. 1.8.2022 15:40
„Stund sem ég mun aldrei gleyma“ Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð. 1.8.2022 12:57
Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1.8.2022 11:08
Yfir 50 þúsund saman komin á Íslendingadeginum Yfir fimmtíu þúsund eru saman komin á Íslendingadeginum í Kanada. Hátíðin, sem stendur yfir í nokkra daga, hefur verið haldin árlega frá árinu 1890 og fer fram í Gimli, en henni er ætlað að viðhalda sambandi Íslendinga og fólks af íslenskum uppruna í Kanada. 1.8.2022 10:12
Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. 31.7.2022 16:30
„Mætti halda að Kim Larsen og Bítlarnir séu mættir“ Taska Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, var komin í leitirnar þegar blaðamaður sló á þráðinn og heyrði í honum hljóðið. Hann stígur á svið ásamt Rottweiler hundum í kvöld og segir stemninguna í eyjum svo mikla að það mætti halda að Kim Larsen, Elvis og Bítlarnir muni koma fram í Herjólfsdal í kvöld. 31.7.2022 15:31
Stækka Glerártorg og bæta við mathöll Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða. 31.7.2022 15:27
Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. 31.7.2022 14:01
Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31.7.2022 10:08
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30.7.2022 15:16