Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. 23.7.2022 08:00
Miami lokað og nýs eiganda leitað Skemmtistaðurinn Miami á Hverfisgötu hefur verið lokaður frá byrjun júlí og nú er nýs eiganda leitað til þess að taka við rekstri skemmtistaðarins. 21.7.2022 15:21
Biden með Covid Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn en finnur aðeins fyrir smávægilegum einkennum. 21.7.2022 14:43
Hagnaður Landsbankans lækkar um fjóra milljarða milli ára Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi 2022 nam 2,3 milljörðum króna samanborið við 6,5 milljarða króna á sama ársfjórðungi árið 2021. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2022 4,1 prósent og er því langt undir 10 prósenta markmiði bankans. Ástæðu fyrir dvínandi arðsemi segir bankinn vera lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans. 21.7.2022 13:35
Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21.7.2022 10:06
Mario Draghi segir af sér Ítalski forsætisráðherrann Mario Draghi hefur endanlega staðfest afsögn sína í kjölfar þess að þrír lykilflokkar í stjórnarsamstarfinu sneru við honum baki. 21.7.2022 09:02
Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. 21.7.2022 08:05
Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. 20.7.2022 12:32
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20.7.2022 09:52
Þingmenn Demókrata handteknir á mótmælum Að minnsta kosti fjórtán þingmenn úr röðum Demókrata voru handteknir við mótmæli gegn takmörkunum á rétti til þungunarrofs í Washington í gær. 20.7.2022 08:54