Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 12:32 Ástandið er einna verst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. „Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira