Viðbrögð landsmanna: „Er hægt að kaupa flugelda?“ Ýmis konar viðbrögð berast frá landsmönnum vegna stórtíðinda dagsins um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri sprungin. Vísir tók saman það helsta af samfélagsmiðlum. 13.10.2024 17:41
„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ 13.10.2024 17:02
Ríkisstjórnin sprungin Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið. 13.10.2024 14:51
Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. 13.10.2024 12:22
Ríkisstjórnarsamstarfið, verkalýðsmál og opnun Grindavíkur Hugmyndir um opnun Grindavíkur, verkalýðsmálin og ríkisstjórnarsamstarfið eru á dagskrá Sprengisands sem hefst klukkan 10. 13.10.2024 10:08
Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Alex Salmond fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands er látinn, 69 ára að aldri. 12.10.2024 16:47
Engin ummerki um ísbirni Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. 12.10.2024 16:26
Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Björgunarsveitir, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu þar sem einn slasaðist. 12.10.2024 16:05
Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns „Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. 12.10.2024 15:12
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12.10.2024 15:01