Innlent

Sjálf­stæðis­flokkur og Sam­fylking ná bæði fjórum inn í Kraganum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bjarni er bjartsýnn fyrir nóttinni.
Bjarni er bjartsýnn fyrir nóttinni. vísir/vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn tapar aðeins tveimur prósentum í Suðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum þaðan og heldur sínum fjórum mönnum inni á þingi. Samfylkingin stóreykur fylgið og nær sömuleiðis fjórum mönnum inn. Rúmlega sex prósent atkvæða detta niður dauð.  

Nánar tiltekið mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28,6 prósent og Samfylkingin 22,2 prósent. Samfylkingin fer úr 8,1 prósentum í kosningum 2021 og bætir við sig 14 prósentum.

Það er samkvæmt fyrstu 6.300 atkvæðunum sem hafa verið talin í þessu stærsta kjördæmi landsins sem telur 79.052 á kjörskrá.  

Miðflokkurinn bætir sömuleiðis miklu við sig, mælist með 9,5 prósent samanborið við 4,5 prósent árið 2021. Viðreisn mælist með 14,3 prósent og Flokkur fólksins 11,1 prósent. Báðir flokkar bæta við sig. 

Framsókn og Vinstri grænt tapa hins vegar gríðarmiklu fylgi. Framsókn mælist með 6,3 prósentum og Vinstri græn 1,6 prósent. Framsókn fékk 14,5 prósent í kjördæminu fyrir þremur árum og Vinstri græn 12,1 prósent. Píratar mælast með 1,6 prósent, Lýðræðisflokkur sömuleiðis og Sósíalistar 3,2 prósent. 

Þeir þingmenn sem ná inn samkvæmt þessum fyrstu tölum eru eftirfarandi: 

  • Willum Þór Þórsson – Framsókn
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – Viðreisn
  • Sigmar Guðmundsson – Viðreisn
  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins
  • Bergþór Ólason, Miðflokki
  • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokki
  • Alma Möller, Samfylkingin
  • Guðmundur Ari Sigurjónsson, Samfylkingin
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingin
  • Árni Rúnar Þorvaldsson, Samfylkingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×