Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júní 2023 19:14 Það var mikill hiti í mönnum að leik loknum, enda mikið undir hjá tveimur bestu liðum landsins. Vísir/Hulda Margrét Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum. Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Leikurinn endaði 2-2 eftir að Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði jafntefli. Arnar Gunnlagsson, þjálfari Víkinga, var ekki parsáttur með að dómari leiksins hafi farið rúma mínútu fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Logi Tómasson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika. Jenný Þórunn Stefánsdóttir lögfræðingur setur spurningamerki við ýmslegt sem sonur hennar hafði frá að segja að leiknum loknum: „Hann sagði okkur að hann hefði séð fulla menn kasta dósum í stúkunni, stuðningsmenn rífast við hvorn annan, stuðningsmenn með ögrandi hegðun í garð hvors annars sem gekk svo langt að menn voru nálægt því að lenda í slagsmálum,“ skrifar Jenný á Facebook. Jenný ásamt sonum sínum, Hafsteini Fjalari og Stefáni Fjalari.aðsend Á meðan hafi fótboltafyrirmyndirnar rifið kjaft, hrint hvor öðrum og þjálfararnir hnakkrifist. „Síðan sat mamman heima í stofu og hlustaði á viðtölin eftir leikinn þar sem þjálfari Víkings gerði lítið úr dómara leiksins og velti fyrir sér hvort hann hafi einhverntímann séð leik í ensku úrvalsdeildinni.“ Hún þurfi því að skoða gaumgæfilega hvort svona leikur sé staður sem hún vilji að barn sitt sé á. „Sonur minn lifir fyrir fótboltann, hann horfir á þessa leikmenn með stjörnur í augunum. Þetta eru hans fyrirmyndir og þjálfararnir leiðtogarnir sem bera á virðingu fyrir. Fótbolti á að snúast um fótbolta, sumt er hluti af leiknum annað á ekki heima í íþróttinni. Gildi KSÍ eru meðal annars virðing, samstaða og gleði. Ég sá ekkert af þessu á leiknum í gær,“ skrifar hún að lokum.
Kópavogur Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira