Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Neita sér um að fara til tann­læknis

And­legri líðan launa­fólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma and­lega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 

Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit

Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 

Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé

Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda.

Tíma­­móta­breytingar fram undan hjá BBC

Fjár­fram­laga­kerfi til breska ríkis­út­varpsins tekur miklum breytingum á allra næstu árum að sögn Nadine Dorries, menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, sem kynnti fram­tíðar­á­ætlanir ríkis­stjórnarinnar í dag. Af­nota­gjöld breska ríkis­út­varpsins verða felld niður eftir fimm ár.

Svindlaði sér inn í Gettu betur lið annars skóla

Endurkoma Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór ekki beint vel af stað síðasta fimmtudagskvöld. Skólinn grúttapaði þar fyrir Menntaskólanum á Egilsstöðum en ekki nóg með það heldur játaði einn liðsmaður liðsins eftir keppnina að hann væri alls ekki nemandi í FMOS heldur Kvennó.

Munaði ör­fáum sekúndum á að snjó­­flóð hefði fallið á bílinn

Fjöldi snjó­flóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vega­gerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn veg­farandi segist hafa rétt sloppið við snjó­flóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að.

Ráð­herrar verði að gæta orða sinna í miðjum heims­far­aldri

Tómas Guð­bjarts­son, skurð­læknir hjá Land­spítala, finnst utan­ríkis­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins hafa talað ó­var­lega og af undar­legum hætti um far­aldurinn og sótt­varna­tak­markanir undan­farið. Land­spítali hefur starfað á neyðar­stigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas á­standið á skurð­deildunum skelfi­legt.

Gular viðvaranir á morgun

Gular við­varanir hafa verið gefnar út á öllu Norður- og Norð­vestur­landi á morgun vegna storms og mikilla rigninga. Ó­veðrið byrjar fyrst í Breiða­firði og á Vest­fjörðum í kvöld.

Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið

Á Tonga-eyja­klasanum er um­horfs eins og á Tunglinu eftir gríðar­legt ösku­fall eftir neðan­jarðar­eld­gosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt ösku­lag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án raf­magns og síma­sam­bands síðan í gær.

Sjá meira