Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnir í spennandi for­manns­slag

Allt stefnir í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnar­menn stéttar­fé­lagsins hafa gefið kost á sér til for­mennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan fé­lagsins í haust þegar fyrr­verandi for­maður þess sagði af sér.

Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns

Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins.

Sprenging í bíla­þvotti eftir flug­elda

Ís­lendingar flykkjast þessa dagana í þúsunda­tali með bíla sína á bíla­þvotta­stöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sér­stak­lega mikil vegna veður­skil­yrða eftir flug­elda­sprengingarnar um ára­mótin.

Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin.

Ættum að draga okkur inn í skel til að halda at­vinnu­lífinu gangandi

Allar hug­myndir um að veita at­vinnu­rek­endum vald til að kalla fólk í sótt­kví í vinnu hafa verið slegnar út af borðinu. Al­manna­varnir reyna nú að finna nýjar lausnir til að geta haldið at­vinnu­lífinu á floti næstu vikur á meðan met­fjöldi Ís­lendinga er í ein­angrun og sótt­kví.

Spice fer að narta í hælana á kanna­bisi hjá Foreldrahúsi

Aukning hefur orðið á neyslu ung­linga á eitur­lyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunn­skólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nem­enda sinna en erfitt er að ná utan um um­fang vanda­málsins því krakkarnir eiga auð­velt með að fela hana.

Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir

Fjár­mála­ráðu­neytið telur að úr­ræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við halla­rekstur sinn og veiki skatt­kerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úr­ræðið fram­lengt út næsta ár.

Ó­míkron kalli á breytingar á ein­angrun

Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi.

Sjá meira