Stefnir í spennandi formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 14:25 Bæði sækjast eftir því að verða næsti formaður Eflingar. vísir/vilhelm Allt stefnir í æsispennandi formannsslag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnarmenn stéttarfélagsins hafa gefið kost á sér til formennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan félagsins í haust þegar fyrrverandi formaður þess sagði af sér. Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Við fráhvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr Eflingu tók þáverandi varaformaður félagsins við formennsku, hún Agnieszka Ewa Ziółkowska, en nú er komið að því að velja nýjan formann. Það kemur í hlut uppstillinganefndar að stilla upp nýrri stjórn og gera tillögu að formanni hennar. Síðan er það núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar að samþykkja listann. Eftir það geta félagsmenn boðið fram aðra lista. Þau Guðmundur Baldursson stjórnarmaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar hafa bæði gefið kost á sér í hlutverk formanns fyrir lista uppstillinganefndarinnar og útiloka ekki sérframboð ef þau verða ekki valin þar. Helsta áherslumál Guðmundar er að lægja öldur innan félagsins eftir stormasamt haustið. „Það verður náttúrulega að taka á þessu. Á öllu þessu uppþoti sem búið er að vera. Það verður náttúrulega að fá einhverja endanlega lausn á þessu bara svo að félagið geti starfað eðlilega og allir sáttir,“ segir Guðmundur. Hann kveðst einnig vilja virkja betur þær stéttir innan félagsins sem hafi nánast legið í dvala síðustu ár og tekið lítinn þátt í félagsstarfinu. Þar eru þau Ólöf sammála og vill hún færa stéttarfélagið aftur til fyrra horfs; gera það að virkara félagi þar sem félagsmenn taka virkan þátt, mæti reglulega í húsnæði þess og fari jafnvel einhverjir saman í skipulegar ferðir. „Mínar hugmyndir snúast um að sjá til þess að Samtök atvinnulífsins komist ekki upp með að rífa niður réttindi launafólks,“ segir Ólöf. Kjarasamningar verða auðvitað lausir í ár og stefnir allt í harðar samningaviðræður. Og því er eðlilegt að spyrja hvort frambjóðendurnir séu góðir samningamenn? „Jah, ég er nú svo sem ekki eitthvað verri en einhver annar en ég er heldur ekki bestur í því, maður getur verið alveg heiðarlegur hvað það varðar,“ svarar Guðmundur. Hann kveðst þó klár í að taka slaginn og það er Ólöf líka. „Við verðum bara með mjög ákveðna kröfugerð sem að kemur beint frá félagsmönnum og ég tel mig og Agniezku vera bara mjög góðar til þess að vinna það saman,“ segir Ólöf en Agniezka hefur sóst eftir því að verða aftur varaformaður félagsins og þá með Ólöfu sem formann.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50 Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins. 4. janúar 2022 22:50
Býður sig fram til formanns Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. 4. janúar 2022 11:01