Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Rikka og Kári gengin í það heilaga

At­hafn­a­kon­an Frið­rik­a Hjör­dís Geirs­dótt­ir, betur þekkt sem Rikka, og Kári Guðjón Hallgrímsson, stjórnandi á skuldabréfasviði á fjárfestingabankans JP Morgan í London, giftu sig í byrjun október. 

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar dvaldi sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í fréttaauka að loknum íþróttafréttum.

Meg­han Mark­le í falinni mynda­vél

Meg­han Mark­le, leik­konan og her­toga­ynjan af Sus­sex, fór á kostum í falinni mynda­vél í spjall­þætti hjá banda­rísku sjón­varps­konunni Ellen DeGeneres í vikunni.

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.

Kanye og Dra­ke halda tón­leika saman

Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Dra­ke, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust ó­vænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tón­leikum þann 9. desember næst­komandi í til­raun til að reyna að fá banda­rísk yfir­völd til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Sjá meira