Innlent

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Alexandra Briem er fyrsta trans konan sem gegnir em­bætti for­seta borgar­stjórnar.
Alexandra Briem er fyrsta trans konan sem gegnir em­bætti for­seta borgar­stjórnar. stöð 2

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Minningar­dagurinn fór ekki fram hjá neinum sem gekk fram hjá Hörpunni í kvöld en hún var tendruð í litum al­þjóð­lega trans fánans; bleikum, bláum og hvítum.

Frétta­stofa ræddi við Alexöndru Briem, for­seta borgar­stjórnar, sem er fyrsta trans konan til að gegna því em­bætti. Hún hélt erindi á mál­þingi Sam­takanna 78 sem haldinn var í dag.

Erfiður dagur

„Þessi dagur er alltaf þyngri en maður á von á. Þetta er dagurinn sem við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu og sam­kvæmt mælingum þá er þetta eitt ban­vænasta árið fyrir trans fólk frá því að mælingar hófust,“ segir Alexandra.

„Við erum náttúru­lega bæði með sýni­leika­dag og núna minningar­dag og að vissu leyti þá er hættan alltaf í því að því sýni­legri sem við erum því auð­veldara skot­mark verðum við líka.“

Er eins og bar­áttan gangi hægar en vonast var til?

„Að ein­hverju leyti já. Við erum náttúru­lega að sjá visst bak­slag í heiminum í dag. Við erum að sjá mikið af auknum réttindum víðs vegar en við erum líka að sjá aftur­haldi og í­haldi vaxa ás­megin og svona bak­slag víðs vegar í heiminum og við þurfum að berjast gegn því. Því að fyrir okkur þýðir þetta dauða,“ segir Alexandra.

Fara verði í að­gerðir á Ís­landi til að styðja við réttinda­bar­áttu trans fólks.

„Við verðum náttúru­lega að efla fræðslu­starf. Við í borginni erum með fé­lags­mið­stöð fyrir hin­segin krakka og við viljum fá fé­lags­mála­ráðu­neytið eða barna­mála­ráð­herra með okkur í það. Við viljum líka breyta reglu­gerð um salerni en Reykja­víkur­borg var beitt dag­sektum þegar við ó­kyn­greindum salernið og það er að letja aðra aðila frá því að taka sama skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×