fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli

Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í.

Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana

Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar.

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði

„Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða.

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra

„Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum.

Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum

„Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar.

Sjá meira