Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Real Sociedad tapaði 0-1 fyrir Celta Vigo í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Um var að ræða fjórða tap liðsins í síðustu sex leikjum. Liðið er aðeins með tvo sigra í síðustu 15 leikjum. 13.5.2025 20:15
Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit. 13.5.2025 19:56
Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Manchester City er sagt hafa lagt fram tilboð í hinn 22 ára gamla Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen. Sá er talinn hinn fullkomni arftaki Kevin de Bruyne. 13.5.2025 19:33
Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Vængmaðurinn Luke Rae verður ekki með KR næstu vikurnar. Um er að ræða mikið högg fyrir Vesturbæjarliðið þar sem Luke hefur verið magnaður það sem af er sumri. Í sex leikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú til viðbótar. 13.5.2025 18:35
ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Jakob Ingi Stefánsson hefur samið við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára. 13.5.2025 17:45
Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Hinn þýski Felix Zwayer mun dæma úrslitaleik Evrópudeildar þar sem Manchester United og Tottenham Hotspur mætast. Hann var árið 2005 dæmdur í hálfs árs bann af DFB, þýska knattspyrnusambandinu, vegna tengingar við veðmálasvindl. 13.5.2025 07:03
Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Haukar taka á móti Njarðvík í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Það er svona það helsta sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. 13.5.2025 06:00
Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða. 12.5.2025 23:15
Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. 12.5.2025 22:32
Þróttur skoraði sex og flaug áfram Þróttur Reykjavík fór létt með nágranna sína úr Víkinni þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Lokatölur 6-3 Þrótti í vil og góð byrjun liðsins á tímabilinu heldur áfram. 12.5.2025 21:48