Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. 23.5.2024 07:31
Yfirmenn Pep fullvissir um að félagið verði ekki sakfellt Manchester City varð um helgina Englandsmeistari í fjórða sinn á fjórum árum. Það breytir því hins vegar ekki að sem stendur hefur félagið verið ákært fyrir 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. 23.5.2024 07:00
Dagskráin í dag: Körfubolti eins og hann gerist bestur Þó það sé að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag þá má segja að körfubolti eigi hug okkar allan. 23.5.2024 06:00
Myndasyrpa: FH jafnaði metin með minnsta mun FH hefur jafnað metin gegn Aftureldingu í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Tæpara mátti það vart vera en FH vann eins marks sigur í Mosfellsbæ í kvöld. 22.5.2024 23:30
Myndasyrpa: Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok. 22.5.2024 23:01
„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. 22.5.2024 21:50
Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22.5.2024 20:55
Talið að Man Utd láti Ten Hag fara eftir úrslitaleikinn Það virðist ekki sem sigur í ensku bikarkeppninni bjargi knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Hann ku vera látinn fara sama hvort Manchester United leggi ríkjandi meistara og nágranna sína í Man City eður ei. 22.5.2024 20:00
Mikilvæg mörk frá Sigvalda Birni í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sigvaldi Björn Guðjónsson spilaði stóra rullu þegar lið hans Kolstad lagði Elverum naumlega í fyrsta leik úrslitaeinvígis efstu deildar karla í handbolta í Noregi. 22.5.2024 19:00
Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. 22.5.2024 17:16