Meiðsli herja áfram á Ball-bræðurna NBA-bræðurnir LaMelo og Lonzo Ball eru óheppnari en flestir þegar kemur að meiðslum. Sá fyrrnefndi mun ekki spila á meira á leiktíðinni á meðan Lonzo hefur ekki spilað síðan í janúar 2022. 29.3.2024 14:01
Díana Dögg fundið sér nýtt lið í Þýskalandi Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur samið við þýska efstu deildarliðið Blomberg-Lippe. Semur hún til tveggja ára. 29.3.2024 13:16
Ísbað í Kórnum Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ kíkir Baldur Sigurðsson í heimsókn til HK í Kórnum í Kópavogi. Þar ræðir hann við Arnar Frey Ólafsson um lyftingar sem og þeir félagar skella sér í ísbað. 29.3.2024 12:30
Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. 29.3.2024 12:01
Túfa fær Ljubicic til Svíþjóðar Framherjinn Stefan Alexander Ljubicic hefur samið við sænska B-deildarliðið Skövde. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Srdjan Tufegdzic. 29.3.2024 11:30
Viðar Örn í KA Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Frá þessu greina KA-menn á samfélagsmiðlum sínum nú í dag. 29.3.2024 10:47
„Veit að Kobe væri stoltur af mér“ Dejounte Murray, leikmaður Atlanta Hawks, tók 44 skot í óvæntum sigri Hawks á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Aðeins Russell Westbrook og Kobe Bryant hafa tekið fleiri skot í einum og sama leiknum á undanförnum 20 árum. 29.3.2024 10:30
SR varði Íslandsmeistaratitilinn Skautafélag Reykjavíkur, SR, varð í gær, fimmtudag, Íslandsmeistari í íshokkí karla annað árið í röð. Þurfti oddaleik til að útkljá Íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni. 29.3.2024 09:30
Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið. 29.3.2024 09:30
Þjálfari Leicester látinn fara vegna meints sambands við leikmann Þjálfari kvennaliðs Leicester City á Englandi hefur verið látinn taka poka sinn. Hann er sagður hafa átt í sambandi við leikmann liðsins. 29.3.2024 09:01