Fjölnir Íslandsmeistari í íshokkí í fyrsta skipti Fjölnir varð um helgina Íslandsmeistari kvenna í íshokkí í fyrsta skipti í sögunni. 3.3.2024 23:00
„Vill vera leikmaðurinn fyrir stóru leikina“ Phil Foden skoraði tvívegis í 3-1 sigri Manchester City á nágrönnum sínum í Man United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 3.3.2024 22:31
Barcelona mistókst að komast upp í annað sæti Barcelona sótti Athletic Bilbao heim á San Mamés í lokaleik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í körfubolta. Leiknum lauk með markalausu jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið sem eru í harðri Meistaradeildarbaráttu. 3.3.2024 22:00
Napolí blandar sér í Evrópubaráttuna Meistarar Napolí vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Juventus í lokaleik helgarinnar í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. 3.3.2024 21:40
Bellingham rekinn af velli eftir leik sem dómarinn flautaði of snemma af Það varð uppi fótur og fit þegar leikur Valencia og Real Madríd í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, var flautaður af á laugardagskvöld. 3.3.2024 21:01
Lærisveinar Freys með lífsnauðsynlegan sigur KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur á RWDM í kvöld. Segja má að um sex stiga leik hafi verið að ræða en bæði lið eru í bullandi fallbaráttu. 3.3.2024 20:30
Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. 3.3.2024 20:01
Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3.3.2024 19:01
„Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3.3.2024 18:16
Viggó sá um Melsungen Viggó Kristjánsson var frábær þegar Leipzig lagði Melsungen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var magnaður í liði Melsungen en það dugði skammt í dag. 3.3.2024 17:45