Fór allt í hund og kött í New Orleans Það fór allt í hund og kött í New Orleans þegar heimamenn í Pelicans mættu Miami Heat. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Miami en í fjórða leikhluta sauð upp úr á milli liðanna. 24.2.2024 21:00
Víkingur og KA skildu jöfn, ÍA skoraði sex og Þór lagði HK Fjöldinn allur af leikjum fór fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkinga gerðu 1-1 jafntefli við KA á meðan ÍA vann Dalvík/Reyni 6-0. 24.2.2024 20:35
Kane hetjan í dramatískum sigri Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur á RB Leipzig í síðasta leik þýsku úrvalsdeildar karla í dag. Harry Kane reyndist hetja Bæjara en hann skoraði bæði mörkin, það síðara í uppbótartíma. 24.2.2024 19:55
Meistararnir minnkuðu forskot Liverpool niður í aðeins eitt stig Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að forskot Liverpool á toppi deildarinnar er nú aðeins eitt stig. 24.2.2024 19:35
Valur deildarmeistari Topplið Vals sótti Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta. Fór það svo að gestirnir unnu fjögurra marka sigur og tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn. 24.2.2024 19:26
Ten Hag sagði ein mistök hafa kostað Man Utd leikinn Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni. 24.2.2024 19:05
Máni meðal þeirra sem komst í stjórn KSÍ Kosið var í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, á 78. ársþingi sambandsins í dag. Alls voru sjö karlmenn sem buðu sig fram en eins og áður hefur verið greint frá var engin kvenmaður sem bauð sig fram. 24.2.2024 18:30
FH jók forystu sína á toppnum FH vann sjö marka útisigur á HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur í Kópavogi 27-34. 24.2.2024 18:16
Barcelona tímabundið í annað sæti eftir stórsigur Barcelona lagði Getafe örugglega í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 heimaliðinu í vil. 24.2.2024 17:15
Þorvaldur Örlygsson nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands Þorvaldur Örlygsson var nú rétt í þessu kosinn formaður KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, en hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni í formannskjörinu. 24.2.2024 17:00