Kane hetjan í dramatískum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 19:55 Kane fagnar. EPA-EFE/RONALD WITTEK Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur á RB Leipzig í síðasta leik þýsku úrvalsdeildar karla í dag. Harry Kane reyndist hetja Bæjara en hann skoraði bæði mörkin, það síðara í uppbótartíma. Það hefur lítið gengið hjá Bayern að undanförnu og nú hefur verið staðfest að Thomas Tuchel muni láta af störfum í sumar. Það þýðir að Kane fær enn og aftur nýjan þjálfara en undanfarna 18 mánuði hefur framherjinn verið með sex mismunandi þjálfara. Leikur dagsins var gríðarlega mikilvægur ætli Bayern sér að eiga einhvern möguleika að verja titilinn. Staðan var markalaus í hálfleik en Kane breytti því þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Markið skoraði hann eftir að Jamal Musiala lagði boltann upp á hann innan vítateigs. Dani Olmo jafnaði metin fyrir gestina með skoti sem fór af varnarmanni þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Það stefndi allt í jafntefli en þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma þá tókst varamanninum Eric Maxim Choupo-Moting að finna Kane og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Bayern er nú með 53 stig, átta stigum minna en topplið Bayer Leverkusen þegar 11 leikir eru til loka tímabils. RB Leipzig er í 5. sæti með 40 stig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Bayern að undanförnu og nú hefur verið staðfest að Thomas Tuchel muni láta af störfum í sumar. Það þýðir að Kane fær enn og aftur nýjan þjálfara en undanfarna 18 mánuði hefur framherjinn verið með sex mismunandi þjálfara. Leikur dagsins var gríðarlega mikilvægur ætli Bayern sér að eiga einhvern möguleika að verja titilinn. Staðan var markalaus í hálfleik en Kane breytti því þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Markið skoraði hann eftir að Jamal Musiala lagði boltann upp á hann innan vítateigs. Dani Olmo jafnaði metin fyrir gestina með skoti sem fór af varnarmanni þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Það stefndi allt í jafntefli en þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma þá tókst varamanninum Eric Maxim Choupo-Moting að finna Kane og honum brást ekki bogalistin, staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Bayern er nú með 53 stig, átta stigum minna en topplið Bayer Leverkusen þegar 11 leikir eru til loka tímabils. RB Leipzig er í 5. sæti með 40 stig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira